UMFÖ hefur staðið fyrir gönguferðum af og til og fyrsta gangan á nýju ári var farin laugardaginn 11.janúar. Sjö Öræfingar mættu galvaskir við Langahól í Sandfelli og gengu í glampandi sól upp með Falljökulskvíslinni. Laugardaginn 25.janúar var mæting við Hofgarð og gengið út í Eyjahús
Á haustmisseri hefur eldri hópur skólans unnið að verkefni á vegum Landsbyggðavina, en þetta félag býður upp á að í nokkrum skólum landsins sé ár hvert unnin hugmyndavinna og verkefni sem mættu verða til styrktar heimabyggð þeirra skóla sem valdir eru hvert sinn. Í haust bauðst okkur
Í dag hafa nemendur spreytt sig á ýmsum verkefnum, líkt og aðra daga. Meðal annars fórum við á netið og spreyttum okkur á spurningum um lönd í Evrópu og Asíu, þetta er ljómandi skemmtileg vefsíða á ensku og þar með er hægt að æfa sig á ensku og landafræði í sama pakkanum! Síðan heitir
Í morgun fór vindhraðinn í Sandfelli upp fyrir öryggisviðmiðin þannig að skólastarfið byrjaði seinna en vant er. Þegar vindurinn gekk niður fór skólabíllinn af stað og við tók góð vinnulota hér. Allir unnu af kappi og töluvert hefur bæst við í viskubrunninn í dag sem og aðra skóladaga