Ágætu foreldrar og starfsfólk! Skólasetning Grunnskólans í Hofgarði verður mánudaginn 23. ágúst n.k. kl. 11. Nýir starfsmenn Leik- og grunnskólans verða kynntir. Með kveðju – Hafdís Roysdóttir – skólastjóri
Þegar skólinn hófst á ný eftir jólafrí tókum við okkur til einn daginn og spiluðum ýmis borðspil við mikla ánægju nemenda. Einnig gátum við haldið litla árshátíð í janúar þar sem nemendur fluttu stutta dagskrá og foreldrum boðið að koma og sjá. Síðan var veislukaffi með meðlæti frá foreldrum og kennurum. Öskudagur var að venju fjörugur dagur þar sem nemendur og kennarar voru í búningum. Farið var í ýmsa leiki, sungið og dansað, endað svo með pulsuveislu og nammi! Við höfum verið með bíódag þar s
Fræðslu- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar ásamt fulltrúum úr Bæjarráði komu í heimsókn í Hofgarð í dag. Þar var farið yfir teikningar og húsið skoðað með tilliti til breytinga sem fyrirhugaðar eru. Það stendur til að gera innangengt úr Leikskólanum Lambhaga inn í Grunnskólann í Hofgarði og einnig stendur til að endurnýja snyrtingar og ef til vill fleira. Það var gott að hittast og ræða málin, geta skoðað aðstæður því sumir eru ekki staðkunnugir í Hofgarði.
Nú á aðventunni höfum við brallað ýmislegt þótt allt sé með öðru sniði en undanfarin ár, þ.e. engir foreldrar komið í skólann í desember. Við föndruðum með nemendum bæði í leik-og grunnskóla allt mögulegt fyrir jólin og þau bjuggu til jólagjafir fyrir foreldra sína. Þá horfðu nemendur í leik-og grunnskóla á jólamynd og fengu popp. Hér voru bakaðar piparkökur með bæði leik-og grunnskólabörnum og þær skreyttar. Einnig bökuðu nemendur í grunnskólanum súkkulaðibitakökur og bjuggu til döðlugott. Hér
Í október náðist að klára að sundnámskeið nemenda þetta haust áður en sundlaugum var skellt í lás vegna covid. Annars hefur skólastarf verið með venjulegum hætti hjá okkur en við pössum handþvott og sprittun. Ekkert smit hefur tengst skólanum og vegna fámennis getum við látið allt ganga eðlilega. Vetrarfrí skólans var kærkomið fyrir alla og nemendur og starfsfólk naut þess að vera í fríi. Nú ætlum við að fara að byrja að æfa fyrir árshátíð nemenda þar sem þeir bjóða foreldrum uppá smá dagskrá og
Skólastarfið hefur farið vel af stað og nemendur unnið vel. Fyrsta sundferð vetrarins var farin 18.september, fimmta og síðasta sundferðin á þessari önn verður 20.október. Hópurinn fór með skólabílnum austur á Höfn þar sem nemendur fóru í heimsókn til jafnaldra sinna í Grunnskóla Hornafjarðar, það er alltaf gaman að kynnast og samskipti nemenda skólanna aukast eftir því sem nemendur verða eldri. Eftir skólaheimsóknina hófst sundkennslan. Í síðustu viku komu nemendur frá Grunnskóla Hornafjarðar í