Nemendur
Skólaárið 2020-2021 eru 2 nemendur í grunnskólanum í 1.-2. bekk og í leikskóladeildinni eru 5 börn. Skólinn er nú samrekinn leik- og grunnskóli.
Í gegnum tíðina hefur nemendafjöldi sveiflast, stundum koma fjölmennir árgangar og inn á milli koma ár þar sem enginn nemandi bætist í skólahópinn. Séu nemendalistar margra ára skoðaðir, kemur í ljós að oft hefur fjöldinn verið í kringum tíu og alltaf eru mismargir í hverjum árgangi.