Þá er Góunefndin búin að leysa af hendi alls kyns verkefni í Hofgarði, eins og hin fyrri ár. Það er búið að smyrja læsingar á hurðum, skipta um stíflaða slöngu í uppþvottavélinni og lagfæra ýmislegt fleira. Eins og margir vita þá hefur hagnaður af Góuhófum verið notaður í starfsemi hé
Þá er enn einn skóladagurinn á enda runninn, góður dagur eins og flestir skóladagarnir eru. Í dag voru tveir gestanemendur í skólanum og það er alltaf skemmtilegt, að þessu sinni voru það tvær stelpur sem báðar eru vel kunnugar hópnum hér. Síðastliðinn föstudag komu líka tveir gestir,
Þá er vetrarfríinu lokið og skóli hafinn að nýju. Það var gott að geta safnað upp orku í góðviðri síðustu daga því nú er komin ný lægð með tilheyrandi roki! Það var spáð hvassviðri þegar liði á daginn og ekki von á að það lægði fyrr en á morgun, svo valkostirnir sem við höfðum voru að
Loksins er veðrið orðið hagstætt fyrir skólastarfið! Það er mikill munur að geta notið útiverunnar á milli kennslustunda í stilltu og góðu veðri og kennararnir eru áberandi léttari á brún fyrir vikið, enda vorum við búnar að fá alveg nóg af rokinu undanfarið. Útiloftið hressir, bætir
Nú er kjördæmavika, þá gefst þingmönnum tóm frá þingstörfum til að sækja heim íbúa í kjördæmunum sem þeir þjóna. Allir Framsóknarþingmenn Suðurkjördæmis boðuðu komu sína í Hofgarð í dag. Sigurður Ingi, Silja Dögg, Páll Jóhann og Haraldur sögðu okkur frá því helsta sem þau hafa starfað
„Vegagerðin varar við mjög hvassri austanátt um tíma í Öræfasveit og er því spáð að vindhraðinn verði 40-50 metrar á sekúndu í hviðum frá hádegi til klukkan fjögur síðdegis.“ – Við tökum að sjálfsögðu mark á veðurspám og þegar opinber viðvörun hefur verið gefin út þ
Þorrablót skólans var haldið í gær, á sunnudagskvöldinu. Það átti að vera á föstudagskvöldinu en eins og oft áður í vetur setti veðrið strik í reikninginn, það var ekkert vit í að kalla fólk saman miðað við veðurspá daginn þann. Foreldrar skiptu með sér verkum og sumir komu snemma til