Einn óveðursdagur var í október og þá var skólastarf fellt niður. Nú í október fara nemendur vikulega á Höfn í sund. Þriðjudaginn 22.okt. var læknir í Hofgarði og skólahjúkrunarfræðingur með skólaskoðun. Síðan erum við skólafólkið að fara í haustfrí 25.-29.okt.
Nú er dæmigert haustveður, vindurinn gnauðar og af og til eru skúrir. Nemendur hafa unnið af kappi þennan mánudagsmorgun við stærðfræði, lestur, náttúrufræði og inn á milli hafa þau farið í tónlistartíma. Í dag þreyttu tveir nemendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri próf hér og það má