Nú er dæmigert haustveður, vindurinn gnauðar og af og til eru skúrir. Nemendur hafa unnið af kappi þennan mánudagsmorgun við stærðfræði, lestur, náttúrufræði og inn á milli hafa þau farið í tónlistartíma. Í dag þreyttu tveir nemendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri próf hér og það má víst segja að hér sé tíðindalítið, lífið gengur sinn vanagang í leikskólanum Lambhaga og Grunnskólanum í Hofgarði.