• Foreldrar
  • Innskráning

logo


  • Forsíða
  • Fréttir
  • Starfsfólk
  • Nemendur
  • Stundatafla


Sérkennsla

Grunnskólalögin gera ráð fyrir því að skólinn hagi störfum sínum í samræmi við eðli og þarfir hvers nemanda og stuðli að alhliða þroska hvers og eins. Til að unnt sé að framfylgja þessu þarf oft að nýta sér sérkennslu (sjá kafla 4.6). Sérkennslan er sú kennsla sem fram fer samhliða venjulegu skólastarfi, inni í bekk eða utan, vegna þess að þörf er á svo sérhæfðri kennslu að henni verður ekki við komið í venjulegum bekk.

Innan grunnskólans er alltaf ákveðið hlutfall af nemendum sem ekki geta nýtt sér að fullu þá kennslu sem fram fer í almennum bekk, orsakirnar fyrir því geta verið margvíslegar. Í skólanum er reynt að koma til móts við þessar þarfir nemenda. Börn geta þarfnast sérstakrar kennslu vegna tímabundinna erfiðleika eða til langframa. Sérkennslan fer fram samhliða hefðbundnu skólastarfi, innan bekkjar eða utan.

Nýbúar er sá hópur nemenda sem sérstaklega þarf að fylgja eftir til að tryggja að þeir nái eins góðum tökum á íslenskri tungu og mögulegt er. Þess vegna er öllum nemendum með annað móðurmál en íslensku boðið upp á nýbúafræðslu svokallaða og eins hefur íslenskum börnum sem búið hafa erlendis um tíma verið boðið upp á svipaða kennslu ef þörf er á. Sjá nánar á síðunni um nýbúafræðslu.

Ákveðinn hluti nemenda skarar svo fram úr í námsárangri að þeim hentar annars konar kennsla eða önnur viðfangsefni en bekkjarfélögum þeirra. Varðandi þessa nemendur hefur ekki verið fastmótuð stefna en þó er þeim leyft að fara á sínum hraða í t.a.m. stærðfræði og íslensku og eru þeir hvattir til að nýta hæfileika sína sem best í öllum fögum.

Valmynd

  • Leikskólinn Lambhagi
  • Kennsluáætlanir
  • Saga skólans
  • Stefna skólans
  • Sérstaða skólans
  • Starfsáætlun
  • Skólanámskrá
  • Menning og samfélag
  • Skóladagatal
  • Mat á skólastarfi
  • Skólaráð

Tenglar

  • Hornafjörður
  • Lesvefurinn
  • Skólavefurinn
  • Umferðarvefurinn

 

  • Heimili og skóli
  • Menntagátt
  • Menntamálaráðuneytið
  • Mentor

  

Upplýsingar

Grunnskólinn í Hofgarði
Hofi
785 Öræfum

Sími: 478 1672
hofgardur@hornafjordur.is