Menning og samfélag
Starf skólans skal tengjast samfélagi okkar og menningu en um leið skal skólinn rækta sjálfstæði sitt og sérstöðu. Menning annarra þjóða er kynnt eftir því sem námsefni og aðstæður bjóða upp á og lögð áhersla á að sýna henni virðingu.
Íslensk menning er þó höfð í öndvegi og leitast við að rækta skaftfellska menningu. Með því að styrkja þann grunn sem við byggjum á, gefum við nemendum færi á að skilja og viðurkenna sérstöðu annarra.
Vettvangsheimsóknir innan sýslunnar tengja námið því sem er að gerast í umhverfinu. Mikilvægustu samskipti skólans eru við heimili barnanna.
Lykillinn að árangursríku skólastarfi er að allir í skólasamfélaginu beri sameiginlega ábyrgð á velferð og árangri nemenda.