Leikskólinn Lambhagi – hagnýtar upplýsingar
Starfsáætlun Leik- og grunnskólans Lambhaga:
Starfsáætlun-Leik-og-grunnskólans-hofgardi 2024-25
Leikskóladagatal þessa skólaárs má finna hér:
Skóladagatal grunnskólans
Um leikskólann:
Í Hofgarði starfar Leikskólinn Lambhagi í samstarfi við Grunnskólann í Hofgarði: skólastjóri grunnskólans stýrir báðum skóladeildum.
Leikskóladeild hefur verið starfrækt í Hofgarði frá árinu 1992, fyrst á vegum foreldra en síðar sem deild í Grunnskólanum í Hofgarði. Stutt hlé varð á starfsemi leikskólans vorið 2009 vegna þess hve fá börn á leikskólaaldri bjuggu í Öræfunum en 2016 tók leikskóladeildin til starfa að nýju og hlaut nafnið Lambhagi.
Leikskólinn Lambhagi þjónar sveitinni Öræfum. Milli austasta bæjarins Kvískerja og vestasta bæjarins Skaftafells eru u.þ.b. 45 kílómetrar. Íbúar sveitarinnar hafa vanist því í gegnum tíðina að bjarga sér sjálfir því langt er í næstu þéttbýlisstaði og samgöngur oft erfiðar þó visulega hafi þar orðið miklar breytingar síðustu áratugi. Aðal atvinnugrein sveitarinnar hefur lengi verið landbúnaður en á síðustu árum hefur ferðaþjónusta verið vaxandi og er orðin mikill drifkraftur í samfélaginu samhliða landbúnaði.
Sérstaða skólans markast af staðsetningu hans og því fágæta umhverfi sem hann er í milli tveggja sanda: Skeiðarársands í vestri og Breiðamerkurssands í austri, sunnan undir Öræfajökli sem er hluti af stærsta jökli landsins, Vatnajökli.
Leikskólinn Lambhagi er fámennur leikskóli með börn á aldrinum 1 árs til 5 ára og tvo starfsmenn. Leikskólalóðin er afgirt en stundum nýta kennarar líka skólalóðina og elstu börnin nota hana líka. Lambhagi er opinn 8 stundir á dag, frá 8:30-16:30, 5 daga vikunnar, en hann fylgir að mestu skóladagatali grunnskólans og eru því vetrarfrí, jólafrí og páskafrí eins og í grunnskólanum. Hins vegar er leikskólinn starfandi yfir sumarið að undanskildu mánaðarlöngu sumarfríi frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst.
Leikskólinn fylgir stefnunni Uppeldi til ábyrgðar, uppeldi sem virkar en stefnan er auðvitað í sífelldri endurskoðun. Í Lambhaga er unnið eftir menntastefnu sveitarfélagsins og Aðalnámskrá leikskóla. Leikskólinn er umhverfisvænn, þar er markviss flokkun og endurvinnsla.
Mötuneyti er rekið í Hofgarði fyrir Leik- og Grunnskólann.
Samskipti skólanna – „Brúum bilið“. Lögð er áhersla á að hafa gott samstarf milli grunnskólans og leikskóladeildarinnar.
Markmið
- Að viðhalda góðu samstarfi milli leik-og grunnskóla
- Að skapa samfellu í námi barna á þessum tveimur skólastigum
- Að byggja upp gagnkvæman skilning og þekkingu á starfi kennaranna á hvoru skólastigi
- Að stuðla að vellíðan og öryggi barnanna við að fara úr leikskóla í grunnskóla
- Að leggja drög að farsælu námi barna með grunnþætti menntunar að leiðarljósi.
Samkvæmt 16. grein laga um leikskóla (2008) skal sveitarstjórn koma á gagnvirku samstarfi leikskóla. Í aðalnámskr beggja skólastiga (2011) kemur fram að leikskólabörn eigi að fá tækifæri til að kynnast umhverfi og starfi grunnskólans meðan þau eru enn í leikskóla og viðhalda góðum tengslum við leikskólann eftir að grunnskólanám hefst. Elstu börn leikskólans koma í reglulegar heimsóknir og kynnast starfi grunnskólans og síðan fara yngstu börn grunnskólans stundum í heimsókn á leikskólann.