Það hefur aldeilis verið nóg að gera í skólastarfinu og hefur það alveg lent útundan að skrifa fréttir af því. Veðurfarið hefur verið svo milt á þessari önn að fátt hefur minnt á veturinn en allt í einu eru jólin farin að nálgast. Skólahald hefur verið hefðbundið og hafa allir smám saman verið að venjast nýjum aðstæðum. Við héldum upp á dag íslenskrar tungu 16. nóvember með dagskrá fyrir foreldra. Í lok nóvember komu menn frá fyrirtækinu Lappset, settu upp girðingu utan um leikskólalóð með sandk
Í dag hófst leikskólastarf í Hofgarði að nýju eftir margra ára hlé þar sem eru skráð 4 börn. Nemendur í 7.-9. bekk stunda nám sitt 2 daga í viku á Höfn og 3 daga vikunnar hér heima, samtals 5 nemendur. Svo eru nemendur í 1. – 6. bekk 6 talsins. Þannig að það er margt að gera í Hofgarði. Auk þessarar grunnþjónustu er búið að setja af stað íslenskunámskeið fyrir útlendinga og fer það fram síðdegis. Alls eru það rúmlega 30 manns sem eru í þessu námi nokkrar vikur, flest þeirra eru af hótelum
Fyrsta vikan var ánægjuleg. Fór rólega af stað þar sem skoðuð voru námsgögn fyrir hvern og einn og byrjað að vinna í bóklegum greinum. Lögð var áhersla á að kynnast í hópnum og að nýir nemendur og starfsmenn kynntust dálítið umhverfinu. Liður í því var t.d. ratleikur í Hofgarði, berjaferð ásamt útileikjum og fræðslu í Sandfelli og vikan endaði svo með að gengið var frá skólanum fram hjá Hofsbæjunum og farið yfir nöfn bæjanna og svo endað í rétt austur með fjallinu þar sem heitir Stekkatún. Þar v
Þá er skólinn kominn í gang þetta haustið. Skólasetning var í gær og mættu þar 3 nýjar fjölskyldur frá hótelinu á Hnappavöllum. Sú breyting var ákveðin í skólasamfélagi sveitarfélagsins að nokkrir nemendur okkar í elstu bekkjunum fái umsjónarkennara á Höfn og tilheyri sínum bekkjum þar, fari austur í reglulegar staðlotur en vinni þess á milli í Hofgarði hjá kennara. Þar fyrir utan eru 6 yngri nemendur komnir hér í skóla. Einnig er verið að undirbúa opnun leikskóladeildarinnar við Hofgarð fyrir
Nú styttist til skólaloka, vorverkin eru í algleymingi með prófum, frágangi og ýmsum öðru vísi verkefnum en stundataflan segir til um þó að venjulegar kennslustundir séu einnig flesta daga. Um þessar mundir eru nemendur af og til í ferðum austur á Höfn v. sundkennslu og einnig hafa börnin fengið smíðatíma þar. Í gær var farið í þjóðgarðinn í Skaftafelli í ruslatínslu og á eftir voru grillaðar pylsur. Og bráðum förum við að huga að kartöfluræktun skólans fyrir mötuneyti næsta skólaárs. Nokkrir fr
Nú er stutt á milli hátíða í Hofgarði. Góuhófið var um síðustu helgi og var eins og jafnan frábær veisla og góð skemmtun. Árshátíð skólans verður haldin í kvöld, veisluföngin eru farin að streyma að og stefnir í góðar kaffiveitingar eftir dagskrá nemenda sem verður hefðbundin, leikþættir, tónlist o.fl. Það ætlar að viðra vel á árshátíðargesti.