Í gær fengum við skemmtilega gesti frá Hollandi. Það voru 15 manns, skólastjórar frá misjafnlega stórum skólum sem eru í ferðalagi að skoða skóla á Íslandi og njóta þess að sjá hluta af landinu á leiðinni. Þau spjölluðu við okkur í skólastofunni og svo dreifðu þau sér á milli nemenda
Laugardaginn 11. apríl kom kór Menntaskólans við Hamrahlíð í Hofgarð og hélt tónleika undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Alveg frábær kór, fágaður og fallegur. Aldrei áður hefur svo fjölmennur flokkur komið með dagskrá til okkar, það eru 83 í kórnum. Á eftir voru kaffiveitingar í b