Enn og aftur sló Unnur í gegn með kaffihlaðborðinu sínu á Litlu-jólunum. Brauðrétturinn, heita eplakakan, vanilluhringirnir – hægt væri að halda svona áfram og telja upp allar tegundirnar: þetta var allt svo ljúffengt að það bráðnaði í munni 🙂
Þá eru jólaprófin langt komin, nemendur hafa leyst hin ýmsu verkefni með sóma eins og við var að búast. Síðastliðin ár hefur skólinn haft aðventustund í félagi við prestana, einn skóladagurinn hefur þá verið á laugardegi eða sunnudegi í Hofskirkju. Í ár varð að fresta aðventustundinni
Þegar börnin fóru heim úr skólanum settust kennarar við að skipuleggja skólastarfið næstu daga. Á morgun verður jólaföndur frá 13-15, þá koma foreldrar og/eða aðrir aðstandendur barnanna og taka þátt í því. Bráðum leggur Stúfur af stað í heimsóknaleiðangur sinn og verður áreiðanlega a