Þá eru jólaprófin langt komin, nemendur hafa leyst hin ýmsu verkefni með sóma eins og við var að búast.
Síðastliðin ár hefur skólinn haft aðventustund í félagi við prestana, einn skóladagurinn hefur þá verið á laugardegi eða sunnudegi í Hofskirkju. Í ár varð að fresta aðventustundinni því veðrið bauð ekki upp á nein ferðalög þann daginn. Í dag var haldin aðventustund í Hofskirkju , krakkarnir tóku virkan þátt með lestri, söng og gítarspili og síðan komu allir í Hofgarð til að njóta veitinga og spjalla saman. Sérlega vel heppnað skóla- og kirkjustarf 🙂
Pingback: Grunnskólinn í Hofgarði » Jólapróf og aðventustund | Netferðir.net