Í dag er síðasti dagur aprílmánaðar og í morgun var jörð hvít af snjó en hann hefur tekið upp. Mesti snjór vetrarins hefur verið dag og dag í apríl og í síðustu viku voru búnir til snjókarlar og kerlingar á leikvellinum. Í gær heyrðum við í lóunni við skólann þannig að vorið er komið
Nú eru nemendur og kennarar í skólastofunum að keppast við hefðbundna bókavinnu. Flestir morgnar byrja með íslensku- eða stærðfræðistarfi og þeir nemendur sem fara í spilatíma fá hlé á bókavinnunni á meðan; í morgun eru tveir nemar búnir að vera í gítartíma.
Í gær fengum við gestafyrirlesara í skólann frá Nothingham, heimabæ Hróa Hattar. Það var Leanne Hughes en hún er í hópi breskra jarðfræðinga sem stunda rannsóknir á Virkisárjökli, þau fylgjast með grunnvatni í grennd við jökulinn og mæla hve mikið jökullinn hopar. Leanne útbýtti myndu
Nemendum í eldri deild stóð til boða að velja göngu í Skaftafelli sem einn skóladag og síðastliðinn fimmtudag mættum við þar um morguninn í stað þess að aka inn að Hofgarði. Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður sá um gönguna og leiddi okkur inn að Morsárlóni í dýrðlegu veðri. Þetta var
Þriðjudaginn 2.apríl var haldinn íbúafundur í Hofgarði. Þar mættu margir starfsmenn stjórnsýslu sveitarfélagsins til að eiga samtal við íbúa um stöðu og framtíð góðs samfélags í Öræfum: hvernig hægt væri að þróa og styðja við hugmyndir. Það er áskorun að byggja upp sveitirnar, hið stó