Nemendum í eldri deild stóð til boða að velja göngu í Skaftafelli sem einn skóladag og síðastliðinn fimmtudag mættum við þar um morguninn í stað þess að aka inn að Hofgarði. Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður sá um gönguna og leiddi okkur inn að Morsárlóni í dýrðlegu veðri. Þetta var í kringum 15 kílómetra gangur samtals og við eyddum góðri stund við Morsárlónið. Þetta var afar vel heppnaður skóladagur og gaman að nýta samstarfsmöguleikana við Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftafelli; þangað fer skólinn reglulega í heimsóknir en þessi var með dálítið öðru sniði.