Þá er þessum skóladegi lokið. Nemendur hafa unnið í námsbókum af ýmsu tagi og auk þess leyst af hendi verkefni í IPAD og fartölvum. Í landafræðitímanum voru nemendur að skoða á Google Earth ýmis lönd og staði sem þeir höfðu áður lært um í bókunum. Það getur verið tilbreyting að leysa
Í gærkvöldi 20. nóv. var skemmtikvöld í Hofgarði á vegum Ungmennafélags Öræfa. Formaðurinn, Sigrún Sigurgeirsdóttir sýndi myndir frá ferðalögum á árinu, bæði hérlendis og erlendis og óhætt að segja að það var fjölbreytt og fróðleg kynning á mörgum stöðum þar sem hún hafði gert víðreis
Nú er snjófjúk úti og farið að vinda, en í dag var ljómandi gott veður. Það var ánægjuleg nýbreytni fyrir krakkana að leika sér úti í snjónum í frímínútunum í dag: það er kominn smá jólafiðringur í okkur, að minnsta kosti kennarana, þar sem við erum að skipuleggja skólastarfið fram að
Skóladagurinn hófst seinna en venjulega vegna mikils vindhraða í Sandfelli; mesta vindhviðan þar í morgun nálgaðist 48 m/s. En veðrið var fljótt að ganga niður og þá gátum við mætt í skólann. Uppúr klukkan tvö kom góður hópur gesta í skólann til að taka þátt í dagskrá vegna Dags íslen
Laugardagurinn 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu. Þann dag er frí í skólanum og þess vegna verður dagskrá í tilefni dagsins flutt í skólanum á morgun, miðvikudag, klukkan 14:15. Foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið að taka þátt í dagskránni, hlusta á upplestur, syngja o