Nú er snjófjúk úti og farið að vinda, en í dag var ljómandi gott veður. Það var ánægjuleg nýbreytni fyrir krakkana að leika sér úti í snjónum í frímínútunum í dag: það er kominn smá jólafiðringur í okkur, að minnsta kosti kennarana, þar sem við erum að skipuleggja skólastarfið fram að jólum 🙂
Að öðru leyti var skóladagurinn með hefðbundnu sniði og krakkarnir hafa brotið heilann um stærðfræði, málfræði og ýmislegt fleira í dag.