Þá er þessum skóladegi lokið. Nemendur hafa unnið í námsbókum af ýmsu tagi og auk þess leyst af hendi verkefni í IPAD og fartölvum. Í landafræðitímanum voru nemendur að skoða á Google Earth ýmis lönd og staði sem þeir höfðu áður lært um í bókunum. Það getur verið tilbreyting að leysa stærðfræðidæmi í leikjum, ýmis slík smáforrit eru fáanleg fyrir nýjustu kennslutækin okkar, IPAD. Góða helgi 🙂