Laugardagurinn 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu. Þann dag er frí í skólanum og þess vegna verður dagskrá í tilefni dagsins flutt í skólanum á morgun, miðvikudag, klukkan 14:15. Foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið að taka þátt í dagskránni, hlusta á upplestur, syngja og horfa á myndir.