Hópur Öræfinga mætti í Hofgarð til að horfa á mynd sem Sigurður Gunnarsson gaf skólanum, Eldflóðið steypist ofan hlíð. Þetta er heimildamynd um Skaftárelda, frá RÚV. Það var gaman að fræðast um þessar hamfarir og þessa tíma, áður en við fáum leiksýninguna Eldklerkinn frá Möguleikhúsin
Þó að daginn sé farið að lengja hefur suma daga verið nokkuð vetrarlegt hjá okkur undanfarið og oft hefur verið stórviðrasamt í vetur til skiptis við alveg viðráðanlegt vetrarveður og mjög gott veður inn á milli, t.d. um góuhófshelgina. En alloft hefur skólaakstur raskast að einhverju
Síðasta skólavika var löng en skemmtileg. Fyrst voru venjulegir skóladagar frá mánudegi til föstudags, en á föstudeginum komu allir aftur í skólann um kvöldið til að halda árshátíð. Krakkarnir fluttu dagskrána með miklum sóma og það eru greinilega efnilegir leikarar og tónlistarmenn í
Það er líflegt í snjónum núna fyrir utan skólann þar sem frímínúturnar eru vel notaðar. Enda er ekki oft sem það kemur svona góður snjór til leikja þó að hann sé nú fremur til vandræða á vegunum. Þessa dagana er verið að undirbúa árshátíð skólans sem er ætlunin að halda eftir viku, fö
Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur. Það má með sanni segja, snjór yfir öllu með tilheyrandi birtu. Í skólanum eru ýmsar kynjaverur á kreiki, m.a. amerískur gangster, einkaspæjari frá 1850, smábörn og breskur kennari. Í hádegismat fengum við nýbakaðar pizzur og ýmsar gerð