Það er líflegt í snjónum núna fyrir utan skólann þar sem frímínúturnar eru vel notaðar. Enda er ekki oft sem það kemur svona góður snjór til leikja þó að hann sé nú fremur til vandræða á vegunum.
Þessa dagana er verið að undirbúa árshátíð skólans sem er ætlunin að halda eftir viku, föstudagskvöldið 14. mars. Alltaf dálítil spenna í loftinu í kringum þann atburð.