Hópur Öræfinga mætti í Hofgarð til að horfa á mynd sem Sigurður Gunnarsson gaf skólanum, Eldflóðið steypist ofan hlíð. Þetta er heimildamynd um Skaftárelda, frá RÚV. Það var gaman að fræðast um þessar hamfarir og þessa tíma, áður en við fáum leiksýninguna Eldklerkinn frá Möguleikhúsinu n.k. fimmtudagskvöld.