Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur. Það má með sanni segja, snjór yfir öllu með tilheyrandi birtu. Í skólanum eru ýmsar kynjaverur á kreiki, m.a. amerískur gangster, einkaspæjari frá 1850, smábörn og breskur kennari. Í hádegismat fengum við nýbakaðar pizzur og ýmsar gerðir af ljúffengum smáréttum. – Þetta er einn af þessum óhefðbundnu skóladögum en hann er engu að síður ágætur skóladagur.