Þó að daginn sé farið að lengja hefur suma daga verið nokkuð vetrarlegt hjá okkur undanfarið og oft hefur verið stórviðrasamt í vetur til skiptis við alveg viðráðanlegt vetrarveður og mjög gott veður inn á milli, t.d. um góuhófshelgina. En alloft hefur skólaakstur raskast að einhverju leytivegna veðurs, annað hvort í byrjun eða enda dags og stöku sinnum hefur þurft að fella niður kennslu.
Núna á þriðjudaginn rauk snögglega upp með þreifandi byl og var ekki hægt að koma innbæingum heim úr skólanum fyrr en um kvöldið. Þeir fengu ágæta vist heima á Hofi svo að þetta var nú ekkert kvörtunarefni. En björgunarsveitin hafði í ýmsu að snúast vegna ferðalanga sem voru í vandræðum á vegunum, vindurinn var milli 35-40 m/sek og ekkert skyggni vegna snjóbyls.
Í nótt og í morgun snjóaði allmikið, nóg til þess að snjómannvirki eru risin úti á leikvelli. En sólin er komin hátt á loft núna svo að líklega endast byggingarnar ekki mjög lengi.