Nú er kominn nýr skólastjóri: Brynja Kristjánsdóttir tók við því starfi í ágústmánuði. Það er áskorun að taka við nýju starfi og að mörgu að hyggja þegar skólastarf vetrarins er skipulagt. Þau ánægjulegu tíðindi eru að Hafdís Roysdóttir hefur tekið að sér umsjónarkennslu við skólann, það er gaman að fá hana aftur til starfa eftir nokkurra ára hlé.
Í leikskólann Lambhaga eru komnir tveir nýjir starfsmenn, þær Sigrún Sif Þorbergsdóttir og Olga Strakhova. Eva Bjarnadóttir er í hlutastarfi í leikskólanum, en mun verða upptekin í öðrum spennandi verkefnum framanaf vetri. Peter Ålander sér um skólaakstur, matseld og leikfimikennslu eins og í fyrra og húsvarslan er í höndum Halldóru Oddsdóttur. Það tókst að manna allar stöður við skólann og leikskólann og er því mikil tilhlökkun fyrir komandi vetri.