Þann 27.september fóru nemendur Grunnskólans í Hofgarði á Höfn. Þar sem vegalengdir eru miklar reynum við alltaf að samnýta ferðir þegar hægt er og þess vegna fóru sumir í heimsókn til jafnaldranna á Höfn, sátu tíma með skólabörnunum þar, á meðan aðrir fóru í leikhús. Elsti árgangur leikskólans Lambhaga og fyrsti bekkur skólans sá leikritið Ómar orðabelg og tíundi bekkur sá leiksýninguna Velkomin heim. Nú er samræmdu prófunum í 4. og 7.bekk lokið og að þessu sinni var einn nemandi í 4.bekk en einn í 7.bekk. Skólastarfið er með nokkuð hefðbundnu sniði þessa dagana og í morgun var tónlistarkennsla og söngur eins og yfirleitt verður á mánudögum í vetur. Næstu vikur hefjast sundferðir hjá nemendum en skólasundið fer fram á Höfn þar sem engin sundlaug er í Öræfum.