Í morgun var skipulagsvinna fyrir næsta vetur. Kennarar sátu saman yfir stundatöflugerð og einn háskólanemi þreytti próf í skólanum á meðan. Eftir hádegið fóru nemendur í sundtíma á Höfn.
Þegar líður á maímánuð losnar um ýmislegt í fasta skipulaginu og annað kemur í staðinn. Maí er yfirleitt mánuður skólaferðalaga og útistarfs. S.l. nótt gisti skólahópur frá Höfn hér í Hofgarði, 3. bekkur úr Grunnskóla Hornafjarðar en það hefur verið hefð um árabil að 3. bekkjar ferðal
Nú er vorið loksins að koma! Krakkarnir búnir í handavinnu og myndmennt og farnir út í góða veðrið í frímínútur. Einn framhaldsskólanemi er þó eftir inni og glímir við próf.
Í dag koma tveir framhaldsskólanemendur í Grunnskólann í Hofgarði til að taka hér próf. Óvenju margir nemendur úr Öræfum sem stunda nám annars staðar hafa nýtt sér þessa þjónustu þetta vorið og vonum að sjálfsögðu að þeim hafi öllum gengið vel. Flestir voru þeir búnir að vera hér í ba
Þessa viku eru nemendur í sjöunda bekk í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Krakkarnir hafa safnað fyrir ferðakostnaði með því að selja rækjur, harðfisk og fleira. Að þessu sinni eru þrír skólar á Reykjum, Grunnskóli Hornafjarðar, Grunnskólinn í Hofgarði og Valhúsaskóli á Seltjarnar
Í gær, mánudaginn 6. maí fórum við í skólaferðalag til Vestmannaeyja, allir nemendur og kennarar. Matthildur á Hofsnesi var bílstjóri og leiðsögumaður, hún er ættuð úr Eyjum og bjó þar um tíma. Á leiðinni til Landeyjarhafnar stoppuðum við á Þorvaldseyri og fengum þar mjög góðar móttök
Karlakórinn Jökull hélt tónleika í Hofgarði í dag. Jóhann Morávek stjórnaði með skemmtilegum tilþrifum auk þess sem hann spilaði á klarinett, Guðlaug Hestnes lék á píanó og í síðasta hlutanum spilaði Haukur Þorvalds með á harmonikku. Það var gaman að heyra þessar flottu raddir og kóri
Í dag tók háskólanemi próf hjá okkur en búið var að semja um þetta samstarf milli skólanna nokkru áður. Prófið var sent til okkar rafrænt og úrlausnir voru síðan skannaðar inn og sendar um hæl í tölvupósti en jafnframt eru þær sendar með Íslandspósti. Af og til höfum við í Hofgarði l