Karlakórinn Jökull hélt tónleika í Hofgarði í dag. Jóhann Morávek stjórnaði með skemmtilegum tilþrifum auk þess sem hann spilaði á klarinett, Guðlaug Hestnes lék á píanó og í síðasta hlutanum spilaði Haukur Þorvalds með á harmonikku. Það var gaman að heyra þessar flottu raddir og kórinn er greinilega vel æfður. Efnisskráin var fjölbreytt og skemmtileg, meðal annars var flutt efni sem Gunnlaugur Þröstur samdi sérstaklega fyrir kórinn, einnig frumlegt lag eftir Jóhann kórstjóra með texta eftir Guðbjart Össurarson. Karlakórinn Jökull hefur nokkuð oft haldið tónleika í Öræfum, svona viðburðir lífga sannarlega upp á menningarlífið hér.