Þessa viku eru nemendur í sjöunda bekk í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Krakkarnir hafa safnað fyrir ferðakostnaði með því að selja rækjur, harðfisk og fleira. Að þessu sinni eru þrír skólar á Reykjum, Grunnskóli Hornafjarðar, Grunnskólinn í Hofgarði og Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi. Aðrir nemendur mæta að sjálfsögðu hér í Hofgarð og hér er lagt kapp á að ljúka yfirferð í ýmsum bókum. Á morgun verður fyrsti sundtíminn á þessu skólaári, þá er ekið með nemendur austur á Höfn og teknir þrír sundtímar í strikklotu, en samt með góðum frímínútum á milli.
Rétt fyrir hádegið var bankað uppá í skólanum, það voru tveir kennarar frá Ameríku sem voru á ferðalagi um Ísland og langaði að skoða skóla á Íslandi. Þetta var reglulega skemmtileg heimsókn.