Í dag koma tveir framhaldsskólanemendur í Grunnskólann í Hofgarði til að taka hér próf. Óvenju margir nemendur úr Öræfum sem stunda nám annars staðar hafa nýtt sér þessa þjónustu þetta vorið og vonum að sjálfsögðu að þeim hafi öllum gengið vel. Flestir voru þeir búnir að vera hér í barnaskóla og gaman að sjá þau aftur í skólanum hér 🙂