Í dag tók háskólanemi próf hjá okkur en búið var að semja um þetta samstarf milli skólanna nokkru áður. Prófið var sent til okkar rafrænt og úrlausnir voru síðan skannaðar inn og sendar um hæl í tölvupósti en jafnframt eru þær sendar með Íslandspósti. Af og til höfum við í Hofgarði liðsinnt skólafólki sem er hér statt með próftöku frá öðrum skólum, enda býður tölvutæknin upp á að fólk geti tekið próf á sama tíma hvar sem er og skilað nánast á sama tíma.