Grunnskólinn í Hofgarði var settur 21. ágúst. Í skólanum stunda 4 nemendur nám í fjórum bekkjardeildum í samreknum Grunn- og leikskóla í leikskólanum eru fimm nemendur í vetur.
Starfsmenn Grunnskólans eru Áróra Gústafsdóttir skólastjóri sem tók við af Hafdísi Roysdóttur, með henni er Sophia Fingerhut kennari.
Í leikskólanum er Sigrún Sif Þorbergsdóttir deildarstjóri og með henni Beata Anna Ziminicka leiðbeinandi.
Aðrir starfsmenn skólans eru Peter Ålander skólabílstjóri og matráður og Halldóra Oddsdóttir húsvörður.