Nú á aðventunni höfum við brallað ýmislegt þótt allt sé með öðru sniði en undanfarin ár, þ.e. engir foreldrar komið í skólann í desember. Við föndruðum með nemendum bæði í leik-og grunnskóla allt mögulegt fyrir jólin og þau bjuggu til jólagjafir fyrir foreldra sína. Þá horfðu nemendur í leik-og grunnskóla á jólamynd og fengu popp. Hér voru bakaðar piparkökur með bæði leik-og grunnskólabörnum og þær skreyttar. Einnig bökuðu nemendur í grunnskólanum súkkulaðibitakökur og bjuggu til döðlugott. Hér var borðaður jólamatur með öllu tilheyrandi og ís á eftir. Svo var að sjálfsögðu jólagrautur. Litlu – jólin verða 18.des. þá ætlum við að eiga notalega stund og lesa jólasögu, syngja og drekka heitt kakó með rjóma og borða piparkökur, allir fá svo pakka í lokin. Eftir Litlu-jólin hefst jólafrí og við byrjum skólann aftur þriðjudaginn 5.jan.