Í október náðist að klára að sundnámskeið nemenda þetta haust áður en sundlaugum var skellt í lás vegna covid. Annars hefur skólastarf verið með venjulegum hætti hjá okkur en við pössum handþvott og sprittun. Ekkert smit hefur tengst skólanum og vegna fámennis getum við látið allt ganga eðlilega. Vetrarfrí skólans var kærkomið fyrir alla og nemendur og starfsfólk naut þess að vera í fríi. Nú ætlum við að fara að byrja að æfa fyrir árshátíð nemenda þar sem þeir bjóða foreldrum uppá smá dagskrá og síðan verður drukkið kaffi saman.