Aðventan hófst á bakstri. Nemendur skólans bökuðu súkkulaðibitakökur sem þau deildu með leikskólabörnunum, þær smökkuðust ljómandi vel. Einnig bökuðu nemendur piparkökur, þegar þær voru orðnar kaldar voru þær skreyttar í öllum regnbogans litum. Jólaföndur verður á vegum skólans fimmtudaginn 5.desember, foreldrar taka gjarnan þátt í þeirri samveru því öllum þykir gaman að vinna saman. Krakkarnir eru að læra jólasöngva og að þessu sinni eru það: Það á að gefa börnum brauð, Folaldið mitt hann Fákur, Litla jólabarn og Hin fyrstu jól, svo er að sjálfsögðu sungin fleiri jólalög til viðbótar. Stefnt er að því að hafa jólabíó og bjóða upp á popp. Litlu-Jólin verða haldin 19.desember, þá verður lesin jólasaga, sungið og haft gaman.
Í Leikskólanum Lambhaga er verið að föndra, syngja og undirbúa jólin á margvíslegan máta.