Við fengum skemmtilegan gest í gær, mánudaginn 25.febrúar. Þegar nemandi var að vinna heimaverkefni í landafræði áttaði móðir hans sig á því að hún ætti myndir sem tengdust námsefninu og hún bauðst til að sýna þær í skólanum. Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli kom í skólann og sýndi okkur myndir frá ferðalögum sínum um Grænland, Færeyjar og Svíþjóð. Það var gaman að sjá hve ólíkir þessir staðir eru, gróðurinn var afar ólíkur og húsin í Stokkhólmi voru mjög ólík húsunum í hinum löndunum. Í Færeyjum voru mörg húsin með torfþökum og það voru glaðlegir, skærir litir á húsunum þar og í Grænlandi. Það er alltaf gaman þegar foreldrar koma í heimsókn í skólann og styrkja tengsl milli heimilis og skóla.