Undirbúningur fyrir árshátíð stendur nú sem hæst. Krakkarnir standa sig vel og æfa leikrit og söng af fullum krafti. Þessa dagana má sjá fólk í ýmsum gervum í skólanum og það stefnir í klukkutíma dagskrá. Síðasta vika var afar óvenjuleg þar sem ófært var í skólann miðvikudag, fimmtudag og föstudag vegna hvassviðris.