Árshátíð skólans var haldin 15.mars 2013, síðastliðið föstudagskvöld, hún hófst kl.19:30. Dagskráin var eftirfarandi: Setning, Þrymskviða, píanóleikur, Geiturnar þrjár, Roy Rogers, læknaþáttur, leikþáttur um ferðamenn, pabbabrandarar, Jón Spæjó og Gleymni maðurinn. Á milli atriða lásu nemendur brandara. Að lokum komu allir nemendur fram á svið og fluttu tónlistaratriði, þar voru sungnir kunnuglegir textar Jónasar Árnasonar og nemendur önnuðust einnig undirleik á píanó og gítar. Góð mæting var á árshátíðina og voru undirtektir úr sal góðar, enda stóðu allir sig afar vel við flutning á efninu. Eftir uppklapp fóru nemendur einn hring um salin „í skólaferðalagi“ og sungu Úti er alltaf að snjóa. Þá var komið að veitingunum og þær voru bæði ljúffengar og veglegar; foreldrar skólabarnanna og starfsmenn skólans mættu allir með eitthvað til að leggja á veisluborðið. Þetta var í alla staði ljómandi vel heppnuð veisla. – Hér fylgja með nokkrar myndir úr veislunni, en þar sem kennarar eru til aðstoðar á meðan dagskráin stendur yfir þá tókum við ekki myndir af leikþáttunum.