Það var gaman að fá óvænta gesti á skólasetninguna á fimmtudeginum: Anna Guðrún Aradóttir og Anna Pedersen eru gamlir nemendur úr okkar skóla og Sigurgeir Thoroddsen hefur sterkar tengingar til okkar líka! Svo var fyrsti kennsludagur á föstudeginum, það er alltaf gaman að hitta krakkana aftur að hausti og hefja vinnuna 🙂