Þessa vikuna eru samræmd könnunarpróf hjá nemendum, eins og í öllum grunnskólum landsins. Fyrstu þrjá vikundagana eru próf fyrir 10. bekk en á fimmtudag og föstudag verða próf fyrir 4. bekk. Veðrið hefur leikið við okkur og í dag kom séra Stígur í heimsókn og spilaði fótbolta með krökkunum. Góður dagur í dag.