Á föstudeginum komu óvæntir gestir í skólann, Kristján Þór Unnarsson þáttagerðamaður á Stöð 2 mætti til okkar ásamt myndatökumanni sem ég man því miður ekki nafnið á. Kristján Már hefur áður komið í heimsókn í skólann hér og var nú að falast eftir nýjum fréttum, hvað hefði dregið til tíðinda síðan síðast. Spurning hvort við eigum eftir að birtast í sjónvarpinu?