Grasið er orðið grænt og trén laufguð, fuglarnir líta inn um gluggana af og til. Sauðburður stendur sem hæst og margir nemendur eru önnum kafnir í fjárhúsunum þegar skóladeginum lýkur, allt er í fullum gangi bæði í skólanum og heima. Námsmatið er langt komið og styttist í að skólasundið hefjist.Það er því nóg að gera á öllum vígstöðvum.