Brynja kennir samfélagsfræði og sögu og elstu nemendurnir hafa verið að læra um sögu Evrópu, heimsstyrjaldirnar og stofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig: stuðla að friði í heiminum. Í dag fékk Brynja Höllu Tinnu til að koma í skólann og segja frá Sameinuðu þjóðunum en Halla starfaði í hálft ár hjá utanríkisþjónustunni, var starfsmaður fastanefndar Íslands hjá SÞ. Halla sýndi myndir frá New York, bæði ýmsum áhugaverðum stöðum eins og Central Park og Empire State byggingunni og svo frá vinnustaðnum. Mjög áhugaverð kynning og gaman að fá innsýn í starfsemi SÞ.