Sundkennsla í dag: krakkarnir kepptust við að bjarga hvert öðru frá drukknun (æfing!), synda bringusund, skriðsund og bakskrið. Í hádeginu fór Pálína á súpufund með bæjarstjórn og skólastjórnendum til að hlusta á erindi frá Gylfa Jóni Gylfasyni fræðslustjóra Reykjanesbæjar. Brynja og Sigrún mættu á fyrirlestur Gylfa Jóns ásamt starfsfólki Grunnskóla Hornafjarðar síðar um daginn. Í Reykjanesbæ var tekin ákvörðun um að bæta árangur grunnskólanema, bæta menntun og auka þar með möguleika krakkanna í framtíðinni. Það virðist hafa gengið upp, miðað við allar mælingar á árangri. Leiðin sem skilaði þessum góðu niðurstöðum var að leggja aukna áherslu á lestur, Nemendur lesa upphátt heima í 10 mínútur á dag og foreldrar skrifa undir að hafa hlustað á lesturinn. Á hverjum degi er lesið upphátt í skólanum, þetta gildir fyrir 1-10 bekk grunnskólans. – Algeng mistök áður fyrr var að gera ráð fyrir að nemendur næðu tökum á lestri í 1-4 bekk, það er ekki rétt, ef krakkarnir hætta að þjálfa lesturinn þá dalar lesturinn aftur. Lestur þarf að þjálfa, það gildir í öllum skólum. Samstarf heimilis og skóla er lykillinn að góðum árangri í lestri og það skilar sér inn í allar námsgreinar.