Þá er komið að fyrsta skóladeginum, í dag verða námsbækurnar teknar fram að nýju. Það er alltaf gaman að fara í sumarfrí, en það er líka gaman að koma aftur í skólann og hitta vini sína. Auðvitað er sérlega gaman þegar veðrið er gott því frímínúturnar eru iðulega betri í blíðviðri heldur en í kalsaveðri. Já eins og allir vita eru vel heppnaðar frímínútur jafn mikilvægar og vel heppnaðar kennslustundir, þetta þarf allt að haldast í hendur svo öllum líði vel: forsenda fyrir góðu skólastarfi er einmitt að nemendum, kennurum og starfsfólki líði vel í skólanum.