Í dag byrjuðum við að gera verkefni í lesskilningi. Síðan fórum við í skrift og stærðfræði. 5.bekkur var að læra mælingar, 6.bekkur margföldun og 7.bekkur að undirbúa sig fyrir samræmd próf sem verða 25. og 26. september.
Eftir nesti voru frímínútur, þá fóru allir út að hjóla. Síðan fór 7.bekkur í dönsku en 5.-6. bekkur fór í íslensku.
Unnur er komin til að undirbúa matinn, það er venjulega fiskur á mánudögum.
Eftir hádegi lærum við um Evrópu. Við ætlum líka að teikna myndir í tilefni af degi íslenskrar náttúru sem er á morgun.
– Unnið af nemendum í 5. og 6.bekk.