Skólinn er hluti af samfélaginu í Öræfum og endurspeglast sá veruleiki í skólastarfinu að einhverju leyti. Á flestum heimilum hér er stundaður búskapur, ýmist með sauðfé eða ferðamenn! Sumir nemendur taka þátt í að reka kindur og vinna í fé þegar heim úr skóla kemur, en aðrir efla tungumálakunnáttu sína með því að spjalla við ferðamennina. Skóladagurinn í dag hófst með stærðfræði og íslenskuvinnu. Síðan tók við enska og eftir hádegismatinn var heimilisfræði þar sem nemendur bökuðu. Loks var leikfimi sem var með rólegu sniði að þessu sinni þar sem flestir nemendanna eru hóstandi, það er frekar leiðinleg pest í gangi þessa dagana.