Nú stendur yfir hreyfivika hjá Grunnskólanum í Hofgarði. Ungmennafélag Íslands er aðili að ISCA sem eru alþjóðleg systursamtök sem hafa það markmið að auka hreyfingu almennings um allan heim. Árlega þá standa þau fyrir hreyfiviku og nú er sú vika 29/9-5/10. Framkvæmdahópur forvarna hjá Sveitarfélaginu Hornafirði ákvað að hvetja sem flesta skóla og félög á svæðinu að taka þátt í þessari hreyfiviku og við hjá Grsk. í Hofgarði urðum við þeirri áskorun. – Það var gaman þegar stytti upp eftir rigningu með stórkostlegum hryðjum og sólin fór að skína. Þá fórum við út í hlaupaleiki af ýmsu tagi og ekki varð annað séð en allir væru ánægðir með það, gott að skipta áherslunni frá samræmdu prófunum sem voru í síðustu viku, í aukna hreyfingu í þessari viku.