Í dag var nokkuð hefðbundinn skóladagur: móðurmál, stærðfræði, náttúrufræði, saga og handavinna í Hofgarði ásamt tónlistarkennslu. Í síðustu viku fórum við til Reykjavíkur í skólaferðalag og skoðuðum höfuðborgina hátt og lágt. Við skoðuðum miðbæinn: Aðalstræti með fyrsta húsi borgarinnar, Stjórnarráðið, Alþingishúsið, Ráðhúsið, Hallgrímskirkju, Arnarhól og fleira. Svo fórum við á Sögusafnið og Sjóminjasafnið, fengum skoðunarferð um RÚV, fórum í keilu, lasertag, sund og skautuðum í Skautahöllinni. Við fórum í bíó og sáum Gullna Hliðið í Borgarleikhúsinu – afskaplega vel heppnað skólaferðalag og allir voru jákvæðir og skemmtilegir.