Í gær kom Elín Freyja læknir og Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur í skólann með hefðbundna skólaskoðun og þjónustu við íbúa sveitarinnar. Í Hofgarði er heilsugæslusel, þar er eitt herbergi sem er tiltækt þegar læknirinn er á ferðinni. Að öðru leyti var skóladagurinn nokkuð hefðbundinn, það var m.a. unnið í íslensku, stærðfræði, ensku og bökuð gulrótarkaka í heimilisfræði.
Í dag þreyta nemendur lestrarpróf, í skólasamfélaginu okkar er lögð sérstök áhersla á lestur um þessar mundir. Á stundatöflu dagsins er íslenska, stærðfræði, náttúrufræði, saga, handavinna og leikfimi; þetta verður því væntanlega nokkuð fjölbreyttur og góður skóladagur. Á morgun hefst haustfrí hjá nemendum og vonum við að allir geti gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni í fríinu sínu.